top of page

SFÚ leggur til afslátt af veiðigjöldum til útgerða sem selja á fiskmörkuðum


SFÚ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Fram kemur að SFÚ telja óráðlegt að miða veiðigjöld við afkomu fyrirtækja og fráleitt að afkoma fyrirtækja tveimur árum fyrir gjaldtöku sé notuð til grundvallar gjaldtökunni. Þá lýsa SFÚ þeim áhyggjum sínum að ákvörðunin um veiðigjöld geti ógnað rekstrargrundvelli smærri fyrirtækja og einyrkja í sjávarútvegi og grafið undan fiskmörkuðum. Leggja samtökin til að veiðigjöld taki mið af aðstæðum á gjaldtökuári og setja fram tillögu um að lagður verði á eins konar söluskattur, sem verði innheimtur við skipshlið þegar afla er landað. Fiskmarkaðir sjái um innheimtu vegna sölu í gegnum fiskmarkaði og útgerðarvinnslur standi sjálfar skil á gjaldinu þegar útgerðir selja sjálfum sér aflann.

Lykilatriðið í tillögum SFÚ snýst hins vegar um að veittur verði afsláttur af veiðigjaldi þegar fiskur er seldur á fiskmarkaði. Slíkt tryggir aukið framboð afla á markað og þannig aukið hráefnisöryggi sjálfstæðra framleiðenda, sem ekki ráða yfir aflaheimildum.

Yfirlýsinguna í heild sinni má lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page