
Ástandið í sjávarútvegi var fyrirsjáanlegt.
Forysta sjómanna þagði þunnu hljóði þegar SFÚ varaði við líklegum afleiðingum þeirrar ákvörðunar ráðherra að heimila hliðrun milli fiskveiðiára á 30 prósentum aflaheimilda. Yfirlýsingu SFÚ um málið má sjá hér.


Frjálsar strandveiðar í ágúst!
SFÚ hefur tekið undir áskorun Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að strandveiðar verði gefnar frjálsar í ágúst. Þetta er nauðsynlegt til að auka framboð á fiskmörkuðum og stuðla að rekstraröryggi þeirra fyrirtækja, sem reiða sig á fiskmarkaði til hráefnisöflunar. Í kjölfar langvinns sjómannaverkfalls í upphafi þessa árs heimilaði ráðherra hliðurn á 30 prósentum af úthlutuðum aflaheimildum milli fiskveiðiára til að koma til móts við þarfir