

Ísfiskur flytur á Akranes
Í gær var skrifað undir samninga um kaup Ísfisks á vinnsluhúsnæði HB Granda á Akranesi og flytur Ísfiskur starfsemi sína úr Kópavogi á Akranes um áramótin. Kaupverðið er um 340 milljónir króna. Í samtali við fréttavef SFÚ sagði Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, að þó að starfsemi fyrirtækisins hafi í áratugi verið á Kársnesinu í Kópavogi geri skipulag svæðisins til framtíðar ekki ráð fyrir starfsemi af þessu tagi. Áformað sé að auka íbúðarbyggð. Þetta sé ekki að br