

SFÚ fagnar yfirlýsingu Axels
SFÚ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að ranglega hafi verið gefið í skyn að hann teldi kaupendur á fiskmörkuðum hafa með sér samráð um kaup á fiski á uppboðum. Hagsmunir sjálfstæðra fiskframleiðenda og smábátasjómanna fara saman og snúast í grunninn um að fiskmarkaðir verði að vera sem öflugastir, þannig að verðmyndun þar sé eðlileg. Einnig skiptir miklu máli að fullt gegnsæi sé um viðskipti á

SFÚ hafnar ásökunum Axels
Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sendi kaupendum á fiskmörkuðum tóninn í fréttum Bylgjunnar í dag, er hann kallaði eftir rannsókn á því hvort kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum stunduðu samráð um kaup á mörkuðum til að halda verði niðri. Þessar aðdróttanir og ásakanir Axels eru algerlega tilhæfulausar. Aðildarfyrirtæki SFÚ eru stærstu kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum og því verður ekki undan vikist að svara Axel. Í dag sendi SFÚ frá sér yfirlýsingu til


Skiptar skoðanir um samkeppni í sjávarútvegi
Flokkarnir vilja ganga mjög mislangt í að hrinda í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá 2012 til að draga úr samkeppnishömlum í sjávarútvegi. Þetta kom fram í umræðum á fundi FA og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) með frambjóðendum fyrir þingkosningarnar, sem haldinn var fimmtudaginn 19. október. Í upphafi fundar fór Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, yfir stöðu sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja, sem hefur farið versnandi. Meðal annars hefur hlut


Kosningafundur um sjávarútvegsmál
Félag atvinnurekenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) efna til fundar um sjávarútvegsmál með frambjóðendum flokkanna fyrir Alþingiskosningarnar í lok mánaðarins. Fundurinn verður haldinn í fundarsal FA á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, kl. 8.30 til 10 fimmtudagsmorguninn 19. október. Dagskrá: Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, flytur stuttan inngang um áherslur félaganna í sjávarútvegsmálumFrambjóðendur fá tvær spurningar frá okkur fyrir fun


Mikilvægi fiskmarkaða í hnotskurn
Ögmundur Knútsson, dósent við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, fjallaði fyrir skömmu um hlutverk fiskmarkaða í virðiskeðju bolfisks á World Seafood Congress. Niðurstaða hans er að fiskmarkaðirnir gegni lykilhlutverki í að ná fram aukinni sérhæfingu í vinnslu fisks og þar með aukinni verðmætasköpun í sjávarútvegi. Í 200 mílum var rætt við Ögmund um þetta efni og óhætt er að mæla með lestri þess viðtals, sem hægt er að sjá í heild sinni hér.