

SFÚ og LS stilla saman strengi
Landssamband smábátaeigenda og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda áttu með sér formlegan fund á Alþjóðadegi fiskveiða þann 21. nóvember. Á undanförnu misseri hafa félögin átt í óformlegum viðræðum um að sameina krafta sína í málefnum þar sem hagsmunir fara saman. Á fundinum í gær var farið yfir fjölda þátta sem snerta sjávarútveginn, samskipti við stjórnvöld og önnur hagsmunasamtök. Mest umræða varð um: • Strandveiðar • Veiðigjald • Fiskmarkaði • Tvöfalt verð sjávarafla
Fréttatilkynning
Fréttatilkynning frá Stjórn Samtaka fiskvinnslu og útflytjenda. Í framhaldi af umfjöllun um sjávarútvegsmál í fréttaþættinum Kveik 21.nóvember s.l. vill stjórn SFÚ koma eftirfarandi á framfæri. Stjórnin fordæmir hverskonar sóun á verðmætum við meðhöndlun okkar helstu náttúruauðlindar. Brottkast og Svindl er ólíðandi. Stjórnin skorar jafnframt á verðandi ríkisstjórn að grípa strax til viðeigandi ráðstafana til að stöðva slíka sóun. Kerfið sem starfað er eftir verður að tryggja


Heilbrigða samkeppni þjóðinni og neytendum til heilla
Í ályktun, sem aðalfundur SFÚ samþykkti í gær, er lögð áhersla á að enginn ferskur fiskur verði fluttur úr landi án þess að hann hafi fyrst verið boðinn til sölu á opnum uppboðsmarkaði hér á landi. SFÚ skorar á stjórnvöld að skapa sjávarútveginum heilbrigt samkeppnisumhverfi með því að stuðla að réttri verðmyndun á afla. Slíkt stuðli að réttu uppgjöri útgerðar, rétti uppgjöri til sjómanna, réttum hafnargjöldum, réttum gjöldum til hins opinbera og réttu verði til neytenda. SFÚ


Arnar Atlason er nýr formaður SFÚ
Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor fiskvinnslu í Hafnarfirði, var kjörinn formaður SFÚ á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Bryggjan brugghús í gær. Arnar, sem var einn í kjöri, var kjörinn til embættisins með lófataki. Hann tekur við af Jóni Steini Elíassyni, sem hefur leitt samtökin í níu ár. Eftirtaldir voru kosnir í stjórn samtakanna á fundinum í gær: Aðalsteinn Finsen Albert Svavarsson Gunnar Örn Örlygsson Jón Steinn Elíasson Kristján Berg Mikael Símonarson Þá voru