

Strandveiðar og jákvæð áhrif þeirra á framboð á ferskum fiski.
Í ár eru 10 ár liðin frá því að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason heimilaði strandveiðar. Í upphafi voru margir gagnrýnir á veiðarnar og vissulega voru ýmsir ágallar, sérstaklega sem sneri að kælingu aflans. Nú 10 árum síðar er óhætt að fullyrða að breyting hefur orðið til batnaðar. Meðferð aflans almennt orðin betri og nú er svo komið að á þeim tíma sem veiðarnar standa yfir eru þær farnar að skipta verulega máli. Þegar sagt er að þær skipti máli verður að horfa t