

Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald
Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjald (144. mál) Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) og Félag atvinnurekenda (FA) vísa til umsagnarbeiðni, dags. 28. september sl., frá atvinnuveganefnd um frumvarp til laga um veiðigjald, 144. mál, á þingskjali 144. SFÚ og FA hafa í áraraðir bent á að í íslenskum sjávarútvegi sé einn regingalli sem valdi samkeppnismun milli fyrirtækja og töpuðum þjóðarhag vegna samkeppnisbrests. Samkeppnisyfirvöld hafa tekið undir með samtökunum h