

Er stórútgerðin með þjóðinni í liði?
Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar. Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi