Featured Posts

 Um samtökin

 

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda. SFÚ voru stofnuð   1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar.   Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem   kaupa hráefni sitt  í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan   vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór   fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og   markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því   fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987.   Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða   yfir 30 ára gömul.

 Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum   með fisk og að allur fiskur fari á innlendan markað og að     fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á.   Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæðstu meðalverð   fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum   til hagsbóta.

Fréttir

12/11/2017

Í ályktun, sem aðalfundur SFÚ samþykkti í gær, er lögð áhersla á að enginn ferskur fiskur verði fluttur úr landi án þess að hann hafi fyrst verið boðinn til sölu á opnum uppboðsmarkaði hér á landi.

SFÚ skorar á stjórnvöld að skapa sjávarútveginum heilbrigt samkeppnisumh...

12/11/2017

Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor fiskvinnslu í Hafnarfirði, var kjörinn formaður SFÚ á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Bryggjan brugghús í gær. Arnar, sem var einn í kjöri, var kjörinn til embættisins með lófataki. Hann tekur við af Jóni Steini Elíassyni, se...

28/10/2017

SFÚ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað að Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að ranglega hafi verið gefið í skyn að hann teldi kaupendur á fiskmörkuðum hafa með sér samráð um kaup á fiski á uppboðum.

Hagsmunir sjálfstæðra fiskf...

26/10/2017

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sendi kaupendum á fiskmörkuðum tóninn í fréttum Bylgjunnar í dag, er hann kallaði eftir rannsókn á því hvort kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum stunduðu samráð um kaup á mörkuðum til að halda verði niðri.

Þessar aðdr...

03/10/2017

Ögmundur Knútsson, dósent við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri, fjallaði fyrir skömmu um hlutverk fiskmarkaða í virðiskeðju bolfisks á World Seafood Congress. Niðurstaða hans er að fiskmarkaðirnir gegni lykilhlutverki í að ná fram aukinni sérhæfingu...

01/09/2017

Í gær var skrifað undir samninga um kaup Ísfisks á vinnsluhúsnæði HB Granda á Akranesi og flytur Ísfiskur starfsemi sína úr Kópavogi á Akranes um áramótin. Kaupverðið er um 340 milljónir króna.

Í samtali við fréttavef SFÚ sagði Albert Svavarsson, framkvæmdastjóri Ísfisk...

03/08/2017

Forysta sjómanna þagði þunnu hljóði þegar SFÚ varaði við líklegum afleiðingum þeirrar ákvörðunar ráðherra að heimila hliðrun milli fiskveiðiára á 30 prósentum aflaheimilda.

Yfirlýsingu SFÚ um málið má sjá hér.

02/08/2017

SFÚ hefur tekið undir áskorun Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að strandveiðar verði gefnar frjálsar í ágúst. Þetta er nauðsynlegt til að auka framboð á fiskmörkuðum og stuðla að rekstraröryggi þeirra fyrirtækja, sem reiða sig á...

18/07/2017

SFÚ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Fram kemur að SFÚ telja óráðlegt að miða veiðigjöld við afkomu fyrirtækja og fráleitt að afkoma fyrirtækja tveimur árum fyrir gjaldtöku sé notuð til grundvallar gjaldtökunni.

Þá lý...

20/10/2016

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda styðja baráttu íslenskra sjómanna. Sjómenn krefjast þess að tvöföld verðmyndun verði afnumin í íslenskum sjávbarútvegi og að markaðsverð verði látið gilda sem skiptaverð. Þar fara hagsmunir SFÚ, sjómanna og íslenskra neytenda sama...

Please reload

Heimasíða SFÚ © SFÚ 2015-2017 | Öll réttindi áskilin