top of page

SFÚ - fagna breytingum á stjórn fiskveiða

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ

fagna breytingum á stjórn fiskveiða.

Skref í rétta átt þó enn megi gera betur.

  • Nýsamþykktar breytingar um stjórn fiskveiða, sem kveða á um lækkun heimildar til flutnings aflamarks milli ára úr 33% í 10% á yfirstandandi fiskveiðiári og hækkun línuívilnunar úr 16% í 20 % ásamt 15% línuívilnunar til dagróðrabáta sem stokka línu í landi, tryggja að aukið hráefni berist að landi.

  • Aukið hráefni er nauðsynlegt eigi fiskvinnslur ekki að þurfa að loka vegna hráefnisskorts í sumar. Þessar nýsamþykktu breytingar á stjórn fiskveiða eru því skref í rétta átt en betur má ef duga skal.

  • Nauðsynlegt er að festa strandveiðar í lög sem allra fyrst, það mun tryggja betri aðgang að fiski yfir sumarmánuðina fyrir allar þær vinnslur sem eru starfandi.

  • SFÚ áréttar þá skoðun sína að Sjávarútvegsráðherra sé óhætt að auka aflaheimildir í þorski um 43 þús tonn strax. Það ætti ekki að hafa skaðleg áhrif á þorskstofninn, eins og lesa má úr gögnum Hafrannsóknarstofnunar auk þess sem núverandi aflaheimildir eru mjög lágar í sögulegu samhengi. Jafnframt telja sjómenn um allt land að miðin séu full af þorski.

Þessar aðgerðir skipta miklu máli og gætu komið í veg fyrir lokun margra fiskvinnslustöðva yfir sumarmánuðina, einmitt á þeim tíma er skólafólk vantar atvinnu. Möguleikar atvinnulausra og námsmanna á því að fá atvinnu, a.m.k. nú á sumarmánuðum, munu því aukast með þessum aðgerðum. Hvert lítið skref til atvinnuuppbyggingar í núverandi árferði atvinnuleysis skiptir miklu og mörg smá skref skila að lokum atvinnu fyrir alla.

Elín Björg Ragnarsdóttir

„SFÚ telur að þær smáu breytingar sem gerðar hafa verið á fiskveiðistjórnunarkerfinu séu skref í rétta átt til þess að hægt verði að halda fiskvinnslunum í rekstri í sumar. Hinsvegar geti stjórnvöld ekki dregið lappirnar lengur í því að auka við aflaheimildir.“

Frekari upplýsingar veitir: Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ, í síma 898 7080.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page