top of page

SFÚ - lýsa yfir fullum stuðningi við hugmyndir ráðherra um aukningu aflaheimilda

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ

Lýsa yfir fullum stuðningi við hugmyndir ráðherra um aukningu aflaheimilda

  • SFÚ hvetja sjávarútvegsráðherra til að hraða framlagningu frumvarps um auknar aflaheimildir sem leigðar yrðu gegn sanngjörnu gjaldi.

  • Jafnframt skora samtökin á ráðherra að hann setji það sem skilyrði að allur aflinn verði færður á innlenda fiskmarkað svo tryggt verði að aukning aflaheimilda skili aukinni atvinnu á Íslandi og hámarks útflutningstekjum fyrir þjóðfélagið.

  • SFÚ hafa undanfarið ár haldið þeirri skoðun sinni á lofti að óhætt væri að auka aflaheimildir. SFÚ telja að slíkt myndi ekki ógna fiskistofnum eins og lesa má úr gögnum Hafrannsóknarstofnunar, uppbygging fiskistofnanna yrði einungis hægari. Slík fórn er að mati samtakanna ásættanlegt í því árferði sem nú ríkir.

  • Núverandi efnahags- og atvinnuástand kallar á það að tekjur þjóðarbúsins verði hámarkaðar m.a. með auknum fiskveiðum og vinnslu.

Mikill skortur er á hráefni í íslenskar fiskvinnslur á meðan gríðarlegt magn af fiski er flutt óunnið úr landi. Afkastageta fiskvinnslustöðva er því talsvert frá því að vera fullnýtt. Á sama tíma ganga þúsundir manna atvinnulausir. Markaðir erlendis kalla á unnar fiskafurðir frá Íslandi og því hægt að selja mun meira en framleitt er. Gangi hugmyndir ráðherrans eftir og hann gæti þess að setja þau skilyrði að aflinn verði seldur á innlendum fiskmörkuðum mun það auka tekjur ríkissjóðs umtalsvert, draga úr kostnaði vegna atvinnuleysis, auka skatttekjur og leggja grunnin að því að hjól atvinnulífsins taki að snúast að nýju.

Elín Björg Ragnarsdóttir

„SFÚ telja að aukning aflaheimilda og að allur afli verði seldur á innlendum fiskmörkuðum sé ódýrasta leiðin sem stjórnvöld geta farið til að auka útflutningstekjur þjóðarinnar, draga úr atvinnuleysi og auka tekjur ríkissjóðs.“

Frekari upplýsingar veitir:

Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ, í síma 898 7080 eða elin@sfu.is .


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page