top of page

Ályktanir aðalfundar SFÚ, 13. nóivember 2010

Ályktanir aðalfundar SFÚ, 13. nóvember 2010.

1. SFÚ skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að koma á þeirri skyldu að allur fiskur sem fluttur er út óunninn verði seldur á fiskneti fiskmarkaða, þar sem viðskipti á fjölneti hafa mistekist og opinberar tölur um söluverð sýna að skilaverð vegna sölu á erlendum mörkuðum er síst hærra en á innlendum mörkuðum. Sú aðgerð væri í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og mikilvægt skref í átt að atvinnuuppbyggingu í landinu.

2. Í því starfi sem framundan er við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins skorar SFÚ á stjórnvöld að beita sér fyrir því að skapa sjávarútvegi heilbrigt og gott samkeppnisumhverfi. Eins og kom fram í bókun SFÚ og hagsmunaaðila sjómanna er mikilvægur liður í þá átt að koma á fjárhagslegum aðskilnaði milli útgerðar og fiskvinnslu auk þess að markaðsverð verði látið ráða í beinum viðskiptum og verðlagsstofa skiptaverðs yrði lögð niður. Jafnframt að þess verði gætt að öllum verði tryggt atvinnufrelsi til fiskveiða í samræmi við álit Mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna ásamt því að jafnræðis verði gætt við úthlutun aflaheimilda og aðgengi að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

3. SFÚ lýsir yfir stuðningi við strandveiðar þar sem þær hafa tryggt hráefni inn á markaðina yfir sumarmánuðina á sama tíma og framboð af öðru hráefni er lítið. Þær eru atvinnuskapandi, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem sjávarútvegur er grunnstoðin í atvinnulífinu. SFÚ skorar á stjórnvöld að efla enn frekar strandveiðarnar með aukningu aflaheimilda.

4. Í ljósi þess að stjórnvöld hafa sammælst um að stuðla frekar að vistvænum veiðum, hvetjum við þau til að auka ívilnanir til handa þeim er stunda slíkar veiðar, s.s. króka og línuveiðar. Slíkt styður jafnframt enn frekar við umhverfismerkið - Iceland responsible fisheries.

5. SFÚ lýsir yfir áhyggjum af stöðunni á leigumarkaði aflaheimilda. Leigumarkaðurinn er frosinn og verðin gríðarlega há. SFÚ hvetur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að leita úrræða sem allra fyrst til að leysa vandann og hvetur ráðherra til beita þeim úrræðum sem fyrir hendi eru í núverandi lögum um stjórn fiskveiða.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page