29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Hvar liggja ófaglegu vinnubrögðin?

1/6/2011

Í Fréttablaðinu 27. maí s.l. velti Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia háskóla, fyrir sér tengslum framlegðar og fiskverðs í fiskvinnslu og komst að þeirri niðurstöðu að útgerðin væri líklega að færa fjármuni úr útgerðinni yfir í vinnsluna þegar veiðar og vinnsla eru á sömu hendi og að flest benti til að útgerðin hafi verið selja eigin vinnslu afla á undirverði og með því farið á svig við kjarasamning sjómanna. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, vildi í fyrstu ekki tjá sig um málið á annan veg en að Jón stundaði ekki fagleg vinnubrögð og Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, sagði þetta rangt hjá Jóni og gerði jafnframt lítið úr vinnubrögðum Jóns. Í Fréttablaðinu 28. maí kom Friðrik hinsvegar með þá skýringu að verð í beinum viðskiptum væri 75-80% af verði á markaði og verðmunurinn væri tilkominn vegna sölukostnaðar.

 

Til að líta á faglegheitin í þessum fullyrðingum er ekki úr vegi að líta á staðreyndir málsins sem finna má í opinberum skráningum sem öllum eru opnar á netinu.

 

En hver er verðmunurinn á markaðsverði og verði í beinum viðskiptum á milli útgerðar og vinnslu í eigu sama aðila? Á vef Verðlagsstofu www.verdlagsstofa.is má finna opinbera skráningu á þessum verðum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þar má finna um nýjustu verð þann 31. maí eru meðalverð og verðmunur þessi.

 

 

Framkvæmdastjóri LÍÚ gefur þær skýringar að verðmismunurinn liggi í sölukostnaði á fiskmörkuðunum. Það er því ekki úr vegi að athuga hver sölukostnaður á fiskmörkuðum er. Upplýsingar um það má m.a. finna á www.fms.is/um/gjaldskra-fms/ og