top of page

Er störfum virkilega að fækka um 150?

Í fjölmiðlum í gær hafa Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Útvegsmannafélag Austfjarða kynnt útreikninga sína um áhrif kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Er niðurstaða þeirra að skerðingin svari til 150 starfa við veiðar og vinnslu í fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum.

Vissulega er alltaf slæmt þegar störfum fækkar, en svo er ekki endilega í þessu dæmi þar sem fiskurinn verður áfram veiddur og unninn þó svo að það verði mögulega ekki af sömu aðilum og nú er. Störfin gætu því færst til án þess að um raunverulega fækkun starfa á landsvísu verði að ræða.

Hins vegar má benda á að til að sporna við fækkun starfa gætu Vestmannaeyingar dregið úr útflutningi á óunnum afla og þar með varið þau störf sem þeir telja sig vera að missa. En samkv. tölum frá Fiskistofu er hlutfall óunnins afla sem landað var í Vestmannaeyjum og fluttur var til endurvigtunar erlendis á kvótaárinu 2009/2010 um 40% eða tæp 15.000 tonn.

Verð á erlendum mörkuðum er einnig mjög sveiflukennt og vissulega stundum hærra en á innlendum mörkuðum en líka lægra eins og SFÚ hefur margoft bent á. Hér að neðan má t.d. sjá meðalverð á ýsu á mörkuðum hér heima og erlendis fyrrihluta maí mánaðar. Bent skal á að frá verði á mörkuðum erlendis á eftir að draga flutningskostnað og fleira þannig að skilaverð hingað heim hefur verið lægra en verð á innlendum mörkuðum fyrir þennan tíma.

Verð á Ýsu á innlendum og erlendum mörkuðum, skilaverð og mismunur á verði.

Maímánuður 2011

tafla 2011.png

Það eru því greinilega tækifæri í því fyrir Vestmannaeyinga að huga að því að vinna aflann hér heima í stað þess að selja hann úr landi óunninn.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page