top of page

Lilja Rafney og Ólína með athyglisverða greinargerð

Meðal athyglisverðra tillagna má telja eftirfarandi:

Skoða þarf hvernig koma má í veg fyrir að útgerðir með miklar aflaheimildir geti gert samninga við kvótalitlar útgerðir með bindandi skilyrðum um verð og magn og viðhaldið þar með vistarböndum og leiguliðakerfi í útgerð. Tengja þarf fiskverð með einhverjum hætti markaðsverði í beinum viðskiptum. Aflaheimildum sem útgerðir nýta ekki ber að endurráðstafa innan fiskveiðiársins.

Og síðan:

Lögskyldað verði að bjóða óunninn fisk á innlendum uppboðsmarkaði. Að þessu verði stefnt í áföngum þannig að vaxandi hluti afla fari á innanlandsmarkað þar til takmarkinu er náð, t.d. 80%. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda hafa reiknað út að þessi breyting geti skapað um eitt þúsund störf.

Og ekki síst:

Skilið verði milli veiða og vinnslu í samræmi við stefnumörkun þá sem birtist í stjórnarsáttmála og byggir á því að gera rekstrarumhverfi sjávarútvegsins gagnsærra en nú er. Til dæmis hefur verið bent á að hluti auðlindaarðsins er alla jafna bókfærður í vinnslunni en ekki veiðunum. Þetta rýrir m.a. tekjur hins opinbera af auðlindaarðinum, eins og hagfræðingar hafa bent á.

Greinargerðina í heild má lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page