top of page

Aðalfundur SFÚ 2011 haldinn laugardaginn 12. nóvember.

Aðalfundur SFÚ árið 2011

Aðalfundur Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda - SFÚ verður haldinn á Icelandair Hótel Natura, (áður Hótel Loftleiðir) laugardaginn 12. nóvember n.k. og hefst hann kl 14:30

Dagskrá

I. Hluti

Opinn fundur kl 14:30

 1. Ávarp frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

 2. Framsögumenn:

Elín Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri SFÚ

Ólína Þorvarðardóttir, alþingismaður.

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrv. alþingismaður, áhugamannahópnum Betra kerfi.

Ólafur Arnarson, hagfræðingur, pressupenni og höf. bókarinnar Sofandi að feigðarósi.

3. Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Sigurður Ingi Jónsson

II. Hluti

Aðalfundur SFÚ kl. 17:00

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara.

 2. Skýrsla stjórnar og umræður um hana.

 3. Ársreikningar SFÚ.

 4. Lagabreytingar. (sjá meðfylgjandi lagabreytingartillögur)

 5. Kjör stjórnar og endurskoðenda.

 6. Nefndakjör.

 7. Tillögur stjórnar um breytingar á árgjöldum.

 8. Önnur mál.

Hlé

Kvöldverður kl 18:30

Kvöldverður í boði SFÚ á Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir) fyrir félagsmenn og maka þeirra. Munið eftir að skrá ykkur á áður sendu skráningarblaði eða í tölvupósti elin@sfu.is.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn og sýna með því samstöðu í verki.

Jafnframt eru félagsmenn beðnir um að bjóða með sér gestum á opna fundinn.

Stjórnin


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
 • Facebook Basic Square
 • Twitter Basic Square
 • Google+ Basic Square
bottom of page