29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Engar útgerðarvinnslur, takk! - Ólafur Arnarson

27/1/2012

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra með meiru, hefur boðað framlagningu frumvarps um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun. Það er yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að stokka upp núverandi kerfi en lítil eining er um þau áform á Alþingi og innan ríkisstjórnarflokkanna. Þannig eru litlar líkur á því að róttækar breytingar náist í gegnum þingið – alla vega þegar horft er til kvótakerfisins sjálfs.

Boðaðar breytingar á fiskveiðikerfinu hafa valdið mikilli óvissu í sjávarútvegi. Útgerðarfyrirtæki, sem ekki vita hvort kvóti þeirra verður gerður upptækur með lagasetningu, hafa haldið að sér höndum með fjárfestingar og á meðan dragast íslensk fyrirtæki aftur úr í alþjóðlegum samanburði. Flotinn eldist og tæki úreldast.

Rök fyrir gagngerri breytingu á kvótakerfinu byggjast fyrst og fremst á tvennu. Annars vegar því að upphafleg úthlutun kvótans á sínum tíma hafi verð ranglát og handahófskennd. Þetta er alveg rétt. Hins vegar er því haldið fram að eigandi auðlindarinnar, íslenska þjóðin, fái ekki greitt eðlilegt endurgjald frá þeim sem fengið hafa einkarétt til að nýta auðlindina. Þetta er líka rétt. Úthlutun kvótans var ósanngjörn og því fer fjarri að handhafar veiðiheimilda greiði eðlilega leigu fyrir afnot af þjóðarauðlindinni.

Þrátt fyrir þessa augljósu og alvarlegu annmarka er fiskveiðistjórnunarkerfið okkar það besta í heimi. Sjávarútvegur er höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar og skilar miklum tekjum í þjóðarbúið. Hjá öðrum þjóðum er þessu þveröfugt farið. Víðast hvar annars staðar en á Íslandi er sjávarútvegur ríkisstyrkjahít. Evrópusambandið endurskoðar nú sjávarútvegsstefnu sína og notar íslenska kerfið sem fyrirmynd. Kvótakerfið með frjálsu framsali hefur gefist vel við verndun fiskstofna og stuðlar að hagræðingu í greininni.

 

Sjávarútvegur er ekki bara útgerð