top of page

Kæra SFÚ til Samkeppniseftirlits

Í fjögur fréttum dagsins var lesin svohljóðandi tilkynning frá Samkeppniseftirlitinu:

Vegna fréttar RÚV um erindi Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ)

29.3.2012

skreid_141229.jpg

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag var fjallað um erindi Samtaka fiskframleiðanda og útflytjenda (SFÚ) til Samkeppniseftirlitsins vegna samkeppnislegrar mismununar greininni. Í fréttinni er vikið að því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi krafist þess að Samkeppniseftirlitið hafnaði því að taka erindið til rannsóknar og málsmeðferðar. Jafnframt kemur fram að tíu mánuðum síðar hafi samtökin engin svör fengið hjá Samkeppniseftirlitinu um hvort málið sé til rannsóknar.

Vegna þessa vill Samkeppniseftirlitið staðfesta að framangreint erindi Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda er til meðferðar hjá eftirlitinu. Erindið var sent fjölmörgum aðilum til umsagnar. Í kjölfarið fengu Samtök fiskframleiðenda afrit þeirra umsagna sem eftirlitinu bárust, auk þess sem óskað var eftir sjónarmiðum samtakanna um framkomnar umsagnir. Sjónarmið samtakanna bárust í lok september á síðasta ári. Samkeppniseftirlitið hefur farið yfir framkomin sjónarmið og mun á næstunni taka afstöðu til erindisins. Vegna anna hefur meðferð málsins tafist.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page