top of page

Nýju kvótafrumvörpin

Hér að neðan er eina tilvísunin í aðskilnað á veiðum og vinnslu. Þetta er í athugasemd fjármálaráðuneytisins með frumvarpi: Þskj. 1053 — 658. mál. Frumvarp til laga um veiðigjöld. (Lagt fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.) Tengsl veiða og vinnslu.

Eins og fram kom í greiningu á afkomu sjávarútvegs rennur hluti af fiskveiðiarðinum til fiskvinnslunnar. Getur það stafað af ófullkomnum markaði og ekki síður af rekstrarlegum tengslum veiða og vinnslu. Samþætting veiða og vinnslu getur verið forsenda fyrir hagkvæmu rekstrarskipulagi en hefur jafnframt óæskileg áhrif á samþjöppun og markaðsstöðu og skapar möguleika á afbrigðilegri verðlagningu í viðskiptum tengdra aðila sem skekkir grundvöll fyrir skattlagningu og fleira. Með tilliti til þeirrrar hagkvæmni sem samtenging veiða og vinnslu getur haft í för með sér er vart réttlætanlegt að grípa til ráðstafana eins og aðskilnaðar veiða og vinnslu, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir að brugðist verði við brenglun skatta með aðferðum sem þróaðar hafa verið sem viðbrögð við milliverðlagningu í skattalögum. Þær ráðstafanir fela í sér að í skattalegu tilliti er litið fram hjá formlegum gjörningum sem ákvarða verð í viðskiptum tengdra aðila. Í staðinn er söluaðila reiknaður hagnaður eins og hann yrði í viðskiptum milli óháðra aðila. Í frumvarpinu er það gert með þeim hætti að allur umframarður sem ætlað er að rekja megi til auðlindarinnar, hvort sem hann myndast hjá seljanda eða kaupanda, er heimfærður til seljandans. Sé skattur lagður á þannig reiknaðan skattstofn verður skattalegur hvati til að stunda afbrigðilega milliverðlagningu lítill. Ráðuneytið virðist telja að hagræði fyrir útgerðir skipti meira máli en einfalt skattaumhverfi, réttlátt samkeppnisumhverfi, tryggar heimtur á verðmætasköpun til útflutnings og jafnræði í kjörum sjómanna. Hér er síðan fjallað um afla sem skal á markað. Þingskjal 1052 — 657. mál. Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. (Lagt fyrir Alþingi á 140. löggjafarþingi 2011–2012.) 27. gr. Undirmál og umgengni.

Ráðherra getur ákveðið með reglugerð að fiskur undir tiltekinni stærð teljist aðeins að hluta með í aflamarki.

Skipstjóra fiskiskips er heimilt að ákveða að hluti af afla skipsins reiknist ekki til aflamarks þess. Sá hluti sem þannig reiknast ekki til aflamarks skipsins skal þó aldrei nema meira en 0,5% af uppsjávarafla og 5% af öðrum sjávarafla sem hlutaðeigandi skip veiðir á hverju tímabili. Ráðherra skal binda heimild þessa við ákveðin tímabil. Heimild þessi er háð eftirfarandi skilyrðum:

1. Að aflanum sé haldið aðskildum frá öðrum afla skipsins og hann veginn sérstaklega og skráður. Heimilt er þó Fiskistofu að veita undanþágu frá aðskilnaði afla við uppsjávarveiðar ef aðskilnaður er af tæknilegum ástæðum ómögulegur. 2. Að aflinn sé seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir og andvirði hans renni til sjóðs samkvæmt lögum um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla.

Sé afli sem ekki er reiknaður til aflamarks, sbr. 2. mgr., umfram heimild í lok tímabils skal sá afli reiknast til aflamarks að fullu og á aðili ekki kost á endurgreiðslu andvirðis aflans.

Sé heimild í 2. mgr. nýtt skulu forráðamenn uppboðsmarkaðarins þar sem aflinn er seldur standa skil á andvirði hins selda afla að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið. Þá skal útgerð skipsins fá 20% af andvirði selds afla sem skiptist milli útgerðar og áhafnar samkvæmt samningum þar um.

Ákvæði 2. mgr. gildir ekki um veiðar á deilistofnum eða stofnum utan fiskveiðilögsögunnar, nema ráðherra ákveði annað. Ákvæði 2. mgr. gilda hvorki um strandveiðar né frístundaveiðar. Sem sagt, undirmálsfiskur skal fara á markað, annað þarf þess ekki.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page