Óboðlegar umbúðir

Aðildarfyrirtæki SFÚ eru í flestum tilvikum framleiðendur sem vinna fisk fyrir neytendamarkað. Strangar reglur gilda um hreinlæti við fiskvinnsluna nda um viðkvæma vöru að ræða.

Of mikið hefur borið á því að kaupendur á fiskmörkuðum fái fiskinn til sín í umbúðum, sem engan veginn eru boðlegar fyrir fersk matvæli. Stundum er óþrifnaðurinn slíkur að mikilli furðu sætir.

SFÚ telur brýnt að gerð verði tafarlaus bragarbót í þessum efnum.

Meðfylgjandi eru myndir af umbúðum sem kaupendur hafa fengið frá nokkrum stöðum af landinu að undanförnu.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square

Heimasíða SFÚ © SFÚ 2015-2017 | Öll réttindi áskilin