top of page

Fréttatilkynning Samtaka fiskframleiðanda og útflytjenda (SFÚ) vegna gæðamála á fiskmörkuðum

SFÚ hafa látið gæðamál á fiskmörkuðum mikið til sín taka enda mikið hagsmunamál að vel sé staðið að slíkum málum. Mikið hefur skort á samræmi meðal fiskmarkaða þegar tekist er á við tilkynningar kaupenda vegna kaupa á gallaðri vöru. Af því tilefni sendi SFÚ bréf þann 13. febrúar 2013 þar sem lagðar voru fram tillögur um aðgerðir til að bregðast við framangreindu. Umræddu erindi var beint að öllum fiskmörkuðum sem og Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér. Í framhaldi af þessu erindi fóru forsvarsmenn SFÚ á fund stærstu fiskmarkaða Íslands þar sem ræddar voru kröfur til gæðamála og öryggi kaupenda.

Þann 25. febrúar sl. birti Reiknistofa fiskmarkaða á vef sínum vinnureglur fiskmarkaða í tengslum við gæðamat á fiskmarkaði og meðhöndlun athugasemda. Ljóst er að umræddar reglur RSF eru í engu falli samræmanlegar þeim kröfum sem aðildarfélög SFÚ gera til fiskmarkaða og mun SFÚ því leggja til breytingar á umræddum vinnureglum.

SFÚ telur mikilvægt að sátt ríki á meðal kaupenda og seljenda á fiskmörkuðum varðandi gæðamál og hvernig leysa beri úr ágreiningsmálum sem upp koma í tengslum við slík viðskipti. SFÚ hefur, og mun áfram, leggja sitt af mörkum til að koma á slíkri sátt en áréttar að sama skapi að núverandi ástand sé ekki boðlegt.

Word skjal með þessari fréttatilkynningu er að finna hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page