top of page

Ekki allir seldir undir sömu sök

Myndirnar af skítugu fiskumbúðunum, sem við birtum hér á heimasíðunni í síðustu viku, hafa vakið mikla athygli. Ýmsir hafa orðið til að hafa samband við okkur vegna þessa. Meðal þeirra sem samband hafa haft eru fiskmarkaðir, sem telja sig saklausa af því að bera ábyrgð á svona sóðaskap.

Af þessu tilefni er rétt að taka fram að það eru alls ekki allir fiskmarkaðir seldir undir þessa sömu sök. Hjá sumum eru þessi mál til fyrirmyndar og vitanlega fá kaupendur ekki svona til sín á hverjum degi. Hreinlæti í fiskvinnslu og matvælaiðnaði er hins vegar svo mikilvægt að það er óboðlegt að svona nokkuð eigi sér nokkurn tíma stað.

Einnig er rétt að geta þess að skítugt kar merkt G.RUN 315, sem sást á einni myndinni, var síðast í fórum þess fyrirtækis fyrir mörgum árum og því ber G.RUN alls enga ábyrgð á ástandi þess og þrifum í dag.

Á fundum SFÚ með FMS og FMÍ að undanförnu hefur komið fram gerð hefur verið gangskör í gæðamálum. Tekið hefur verið upp gæðakerfi með skráningar og gefið upp hitastig vöru á uppboði, sem er mjög mikilvægt, hjá FMS og FMÍ Ólafsvík. Það eru alls ekki allir seldir undir sömu sök í þessum efnum.

SFÚ berst fyrir því að reglur um gæðamál verði samræmdar milli fiskmarkaða sem og reglur um það hvernig tekið er á kvörtunum og athugasemdum kaupenda um þrifnað umbúða, stærðir, vigt og fleiri mikilvæg atriði. Þessi atriði skipta máli við þá verðmætasköpun sem á sér stað í fiskvinnslu og útflutningi sjávarafurða frá Íslandi.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page