top of page

Samstaða um að gámafiskurinn fari á markað

Líflegar umræður spunnust á góðum fundi með frambjóðendum helstu stjórnmálaflokka, sem haldinn var í húsakynnum Félags atvinnurekenda í morgun, föstudaginn 19. apríl.

Fulltrúar flokkanna voru Árni Múli Jónasson, Bjartri framtíð, Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, Magnús Orri Schram, Samfylkingu og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum.

Í framsöguræðum lýstu allir frambjóðendurnir vilja til að ráðast í breytingar á lögum og reglum til þess að tryggja aukið framboð á fiskmarkaði.

Aðspurðir sögðu allir frambjóðendurnir hlynntir því að tryggt verði að sá fiskur, sem fluttur hefur verið óunninn úr landi í gámum, verði boðinn til sölu hér innanlands þannig að íslenskir framleiðendur fái tækifæri til að kaupa þennan fisk og vinna hann hér innanlands. Þetta er gríðarlegt hagsmunamál fyrir sjálfstæða framleiðendur og fullvíst að krafan er skýr um að ráðist verði í þetta þjóðþrifaverk strax á nýju kjörtímabili.

Á heildina litið var fundurinn í morgun mjög jákvæður og gleðilegt er að málflutningur SFÚ um eflingu fiskmarkaða og aukið framboð hráefnis til vinnslu innanlands skuli nú njóta almenns skilnings stjórnmálamanna.

Orð eru hins vegar ekki nóg. Þess verður krafist að verkin tali í þessum efnum.

Fundargestir.png


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page