top of page

Fréttabréf SFÚ komið út


Forsida_1_14.png

Fréttabréf SFÚ er komið út. Í blaðinu kennir margra grasa. Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ fjallar um fiskmarkaðsmál og bendir á að þó að afgreiðsla kvartana hafi batnað eftir að vakin var athygli á óskilvirkni í síðasta fréttabréfi þá eru vigtarmál enn í ólestri. Greinar eru í blaðinu eftir Árna Bjarnason, formanni FFSÍ, Guðmund Ragnarsson, formann VM, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands og Björgu Ástu Þórðardóttur, lögfræðing FA. Greint er frá fundi SFÚ með atvinnuveganefnd í janúar og birt tilmæli SKE til atvinnu- og nýsköpunarráðherra um umbætur í samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi. Þá er birt í heild sinni ályktun stjórnar Neytendasamtakanna með áskorun til ráðherra um að markaðsverð verði notað í öllum viðskiptum með fisk og að tryggð verði virk verðsamkeppni til hagsbóta fyrir neytendur.

Fréttabréfið má lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page