top of page

Fréttabréf SFÚ komið út


Forsida_1_14.png

Fréttabréf SFÚ er komið út. Í blaðinu kennir margra grasa. Jón Steinn Elíasson, formaður SFÚ fjallar um fiskmarkaðsmál og bendir á að þó að afgreiðsla kvartana hafi batnað eftir að vakin var athygli á óskilvirkni í síðasta fréttabréfi þá eru vigtarmál enn í ólestri. Greinar eru í blaðinu eftir Árna Bjarnason, formanni FFSÍ, Guðmund Ragnarsson, formann VM, Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóra Sjómannasambands Íslands og Björgu Ástu Þórðardóttur, lögfræðing FA. Greint er frá fundi SFÚ með atvinnuveganefnd í janúar og birt tilmæli SKE til atvinnu- og nýsköpunarráðherra um umbætur í samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi. Þá er birt í heild sinni ályktun stjórnar Neytendasamtakanna með áskorun til ráðherra um að markaðsverð verði notað í öllum viðskiptum með fisk og að tryggð verði virk verðsamkeppni til hagsbóta fyrir neytendur.

Fréttabréfið má lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur