top of page

Umsögn um frumvarp til laga um veiðigjöld

Fulltrúi SFÚ mættu á fund atvinnuveganefndar Alþingis miðvikudaginn 7. maí 2014 ásamt fulltrúum FA. Fyrir SFÚ mætti Ólafur Arnarson og fyrir FA mættu Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur.

Á fundinum var nafndarmönnum kynnt umsögn SFÚ og FA um frumvarpið um veiðileyfiagjöld, sem nú er komið inn í þingið í tímaþröng og á að klára fyrir þinglok í næstu viku. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem þetta mikilvæga mál kemur inn í þingið í tímaþröng. Fulltrúi SFÚ gagnrýndi þetta tímahrak með þetta mikilvæga mál.

Góðar umræður spunnust á fundinum og náðu fulltrúar SFÚ og FA að koma öllum helstu sjónarmiðum sinna félagsmanna á framfæri. Eftir er að sjá hvort skýr röksemdafærsla fyrir því að markaðsverð á öllum viðskiptum með fisk muni skapa gegnsæi og vinna gegn samkeppnismismunun í greininni auk þess að auðvelda gegnsæja og eðlilega gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni hefur haft áhrif á þingmenn þannig að meira tillit verði tekið til okkar hagsmuna, og heildarhagsmuna þjóðarbúsins, hér eftir en verið hefur.

Umsögnina um frumvarpið má lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur