Árni Páll heimsótti Toppfisk
Eftir kynninguna á Toppfiski settust þeir félagar niður með Jóni Steini og Ólafi Arnarsyni og rætt var um stöðuna í sjávarútvegi, alvarlega markaðsstöðu sjálfstæðra framleiðenda og fiskveiðistjórnunina.
Árni Páll verður meðal mælenda á fundi um sjávarútvegsmál, sem haldinn verður á vegum Félags Atvinnurekenda og SÚF í mars.
#árnipállárnason #ásgeirrunólfsson #jónsteinnelíasson #toppfiskur