top of page

Aðalfundur SFÚ skorar á ráðherra að fara að þriggja ára gömlum tilmælum Samkeppniseftirlitsins.


Aðalfundur SFÚ var haldinn í Víkinni föstudaginn 20. nóvember 2015. Fundurinn var vel sóttur og hugur í fólki. Jón Steinn Elíasson var endurkjörinn formaður samtakanna til eins árs án mótframboðs. Stjórnin var sjálfkjörin. Úr stjórn gekk Kjartan Guðmundsson og í hans stað kemur Mikael Símonarson. Arthur Galves gekk úr varastjórn. Nýir í varastjórn eru Gunnar Örn Örlygsson, sem nú kemur að nýju inn í forystu SFÚ eftir tveggja ára hlé og Sigurður Örn Arnarson, sem kemur nýr inn. Þeim Kjartani og Arthur eru þökkuð góð störf í þágu samtakanna.

Stjórn SFÚ fyrir starfsárið 2015-2016 er því svo skipuð:

Jón Steinn Elíasson, formaður

Aðalsteinn Finsen

Albert Svavarsson

Rúnar Björgvinsson

Þorgrímur Leifsson

Kristján Berg

Mikael Símonarson

Varastjórn:

Steingrímur Leifsson

Grétar Finnbogason

Gunnar Örn Örlygsson

Sigurður Örn Arnarson

Ályktun fundarins var skorinorð:

Fundurinn skorar á sjávarútvegsráðherra að verða við tilmælum sem Samkeppniseftirlitið beindi til atinnu- og nýsköpunarráðherra með áliti sínu nr. 2/2012 um að grípa til aðgerða til að leiðrétta samkeppnismismunun í sjávarútvegi, m.a. vegna tvöfaldrar verðmyndunar á sjávarfangi.

Þá setja samtökin fram þá kröfu að gjaldtaka fiskmarkaða af kaupendum sé gegnsæ og taki ávallt mið af reunverulegum kostnaði við veitta þjónustu hverju sinni.

Samtökin benda á að aflaheimildir safnast sífellt á færri hendur og þeim fækkar einyrkjunum sem landa inn á fiskmarkaði. Stefnir í óefni í þessum efnum. SFÚ spyrja hvort ríkisstjórnin hyggist sofa Þyrnirósarsvefni og hafast ekkert að frammi fyrir þessu stóra vandamáli.

Þá skora SFÚ á ráðherra að auka aflaheimildir til strandveiða og helst gefa strandveiðar frjálsar sem og veiðar báta undir tiltekinni stærð á makríl að því tilskyldu að selt sé á fiskmarkaði.

Skorað er á ráðherra að standa við gefin loforð um að tryggja meira aflamagn inn á fiskmarkaði en hráefnisskortur stefnir mikilvægum ferskfiskmörkuðum í hættu. Bent er á ívilnunarleið til að ná þessu fram.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page