29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Er ekki mál að linni?

30/7/2016

 

Þessi grein eftir Ólaf Arnarson birtist í Morgunblaðinu í morgun:

 

30. júlí 2016 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Er ekki mál að linni?

Eftir Ólaf Arnarson

 

Kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski frá Hafnarnesi VER, sem nemur 1.600 þorskígildistonnum, eru váleg tíðindi fyrir Þorlákshöfn. Þau eru váleg tíðindi fyrir öll sveitarfélög, sem ekki eru heimastöðvar kvótasterkra útgerðarfyrirtækja með ríkulegar aflaheimildir í bæði bolfiski og uppsjávarstofnum.

Fyrr á árinu keypti Skinney/Þinganes Auðbjörgu í Þorlákshöfn og með þeim kaupum hurfu 1.800 þorskígildistonn úr byggðarlaginu, þannig að blóðtakan á þessu ári er gríðarleg. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti Meitilinn í Þorlákshöfn 1991 og lofaði að fiskvinnslan í sveitarfélaginu yrði efld. Fram til þess tíma hafði bolfiskvinnsla gengið ágætlega þrátt fyrir nokkurn skort á hráefni. Vinnslustöðinni hafði gengið síður í bolfiskvinnslu.

Ekki leið á löngu þar til Vestmannaeyingum fannst ófært að kvóti þeirra væri unninn í Þorlákshöfn og lyktir þeirra mála urðu að Frostfiskur keypti fiskvinnslu Meitilsins. Eftir aldamót var skráning skipa Meitilsins flutt til Eyja og þau auðkennd VE. Kvóti Meitilsins er þar með kominn til Eyja.

Staðan er því sú að allur kvóti er farinn frá Þorlákshöfn, að slepptum þeim kvóta sem Þormóður rammi hefur yfir að ráða. Stærsti vinnustaðurinn er Frostfiskur sem á engan kvóta og býr við mun hærra hráefnisverð en kvótasterku fyrirtækin, sem í skjóli ríkisins landa afla til eigin vinnslu á allt að helmingsafslætti frá fiskmarkaðsverði, sem kvótalausar vinnslur þurfa að greiða. Síðan koma þessi kvótasterku fyrirtæki á kauphliðinni inn á fiskmarkaði og greiða þar mun hærra verð en þau miða við í skiptum til eigin sjómanna. HB Grandi hefur t.a.m. verið stærsti kaupandi ufsa og hefur verið að færast í aukana í kaupum á þorski eftir að fiskvinnslan á Akranesi var stækkuð. 

 

Ekkert lært af Borgunarmálinu

Allt gerist þetta í skjóli ríkisins og ríkisbankans, Landsbankans. Bankinn hefur verið leiðandi í sjávarútvegi og beitt afli sínu til að ganga milli bols og höfðuðs á smærri fyrirtækjum í sjávarútvegi í þágu hinna stærri. Stjórnendur Landsbankans hafa greinilega ekkert lært af Borgunarsölunni, sem rýrði bankann trausti svo að ríkisstjórnin varð að hverfa frá áformum um sölu á hlut sínum í bankanum á þessu ári. Eftir að upp komst um Borgun