29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Ekki „sagnfræði“ heldur veruleiki!

11/8/2016

 

Í Morgunblaðinu í morgun svarar Ólafur Arnarson svargrein Sigurgeirs B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, vegna greinar Ólafs um kvótasöluna frá Þorlákshöfn, sem birtist 30. júlí sl.

 

11. ágúst 2016 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Ekki „sagnfræði“ heldur veruleiki!

Eftir Ólaf Arnarson

 

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum (VSV), telur að ég hafi farið með ranga „sagnfræði“ í grein minni, Er ekki mál að linni?, sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 30. júlí sl. Í svargrein, sem birtist laugardaginn 6. ágúst, leiðréttir hann dagsetningu mína á flutningi kvóta Meitilsins frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja í kjölfar þess að VSV keypti Meitilinn. Þakka ég honum fyrir þá leiðréttingu. Hún breytir þó engu um þá staðreynd að kvóti Meitilsins hvarf til Vestmannaeyja þrátt fyrir fyrirheit um annað, þegar kaupin áttu sér stað.

Sigurgeir rifjar síðan upp nokkur helstu atriði í rekstri VSV síðustu tuttugu árin og er sú upprifjun öll hin fróðlegasta. Samkvæmt lýsingu Sigurgeirs mætti kalla sögu VSV frá 1999 nokkurs konar ferðasögu frá örbirgð til allsnægta (e. rags to riches), enda segir hún frá fyrirtæki, sem stefndi í gjaldþrot en tókst m.a. með flutningi kvóta frá Þorlákshöfn til Eyja að snúa við blaðinu og er nú orðið eitt stöndugasta fyrirtæki landsins, að sögn Sigurgeirs, sem vitnar í Creditinfo máli sínu til stuðnings.

Þetta er hin hliðin á peningnum. Fiskveiðistjórnunarkerfið vinnur einmitt með stærri útgerðarfyrirtækjum, sem ráða yfir ríkulegum aflaheimildum í bolfiski og þó sérstaklega uppsjávarveiðum. Með aðstoð bankanna nýta þessi fyrirtæki arðinn af uppsjávarveiðum til að kaupa upp kvótann af smærri fyrirtækjum, sem bankarnir neyða til að láta kvótann af hendi í skuldaskilum.

Grein mín snerist ekki um „sagnfræði“, enda er ég ekki sagnfræðingur. Þó vikið sé að því að sú samþjöppun kvóta, sem nú á sér stað í íslenskum sjávarútvegi, hafi verið í gangi um árabil þýðir það ekki að um „sagnfræðiritgerð“ sé að ræða. Það getur verið erfitt að breyta því sem orðið er en við getum brugðist við þeim vanda sem við blasir í dag. Það skiptir máli að horfa fram á veginn og forðast að endurtaka mistök sem gerð hafa verið eða festa rangar ákvarð