Aðalfundur SFÚ ályktar með sjómönnum

Aðalfundur SFÚ var haldinn í Víkinni við Grandagarð föstudaginn 4. nóvember 2016. Jón Steinn Elíasson var endurkjörinn formaður samtakanna. Þær breytingar urðu á stjórninni að Albert Svavarsson, sem setið hefur í aðalstjórn undanfarin ár, tók sæti á varastjórn og Gunnar Örn Örlygsson, tók sæti í aðalstjórn, en hann hefur setið í varastjórn undanfarið ár. Að öðru leyti er stjórn og varastjórn óbreytt.
Aðalfundurinn samþykkti ályktun, sem send var á fjölmiðla. Í henni lýsir fundurinn stuðningi við kröfur sjómanna um að tvöföld verðmyndun skuli afnumin í sjávarútvegi og markaðsverð skuli vera skiptaverð. Þá leggur fundurinn áherslu á mikilvægi fiskmarkaða sem vettvang fyrir nýliðun í greininni. Ennfremur vill SFÚ gefa strandveiðar frjálsar til að auka framboð á fiskmörkuðum. Þá leggur SFÚ áherslu á að sá ófriður, sem ríkt hefur um íslenskan sjávarútveg skaði þjóðarbúið og að samvinna í þágu þjóðarhags sé farsælli en sérhagsmunabarátta.
Ályktunina í heild sinni má lesa hér.