top of page

SFÚ svarar framkvæmdastjóra SFS


Í 200 mílum á mbl.is birtist í dag viðbrögð SFÚ vegna ummæla Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS í viðtali við Morgunblaðið um að hún vilji ekki allan afla á markað. Ummæli framkvæmdastjórans einkennast af staðreyndavillum og rangfærslum svo ekki varð undan því vikist að senda inn athugasemdir. Greinin í 200 mílum er hér:

200 míl­ur | mbl | 2.12.2016 | 12:57 | Upp­fært 14:22

„Sér­hags­mun­ir stór­út­gerða best tryggðir með sov­ésku kerfi“

Sam­tök fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda (SFÚ) gagn­rýna mál­flutn­ing fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) harðlega og segja fjarri öll­um sanni að hags­mun­ir þjóðar­inn­ar séu bet­ur tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju.

Þá fari því fjarri að þjóðar­hags­mun­ir séu best tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju, sem stund­um sé nefnd sov­ésk eða marxí­sk. Sér­hags­mun­um stór­út­gerðar sé hins veg­ar hyglt með slíku kerfi, sem þjóni enda sér­hags­mun­um bet­ur en hags­mun­um heild­ar­inn­ar, að mati Ólafs Arn­ar­son­ar, tals­manns stjórn­ar SFÚ.

Hann seg­ir enn frem­ur al­var­leg­ar staðreynda­vill­ur í máli Heiðrún­ar Lind­ar Marteins­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra SFS, og full­yrðir að ým­is­legt í mál­flutn­ingi henn­ar stand­ist ekki skoðun.

Sjá frétt: Vill ekki all­an fisk á markað

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS tel­ur virðiskeðju ís­lensks sjáv­ar­út­vegs miklu skipta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Norsk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ekki sam­bæri­leg­ur

Sam­tök­in gagn­rýna að Heiðrún skuli bera Ísland sam­an við Nor­eg og telja grund­vall­armun á aðstæðum hér­lend­is og þar á öll­um sviðum sjáv­ar­út­vegs. SFÚ seg­ir bein­lín­is rangt og vill­andi af fram­kvæmda­stjóra SFS að láta að því liggja að höfuðmun­ur­inn liggi í því að meiri fisk­ur fari á markað í Nor­egi en hér á landi.

Allt tal um að óslit­in virðiskeðja tryggi af­hend­ingarör­yggi til kaup­enda og þar með hæsta afurðaverð sé á blekk­ing­um byggt, enda hafi út­gerðir ávallt hagað segl­um eft­ir vindi varðandi sölu sjáv­ar­af­urða á er­lenda markaði.

Sjó­menn niður­greiða hrá­efn­is­kostnað

Þá varp­ar SFÚ þeirri spurn­ingu fram hverju það sæti að hand­haf­ar hinn­ar óslitnu virðiskeðju þurfi 20% lægra hrá­efn­is­verð en þeir sem kaupa sitt hrá­efni á fisk­mörkuðum, og hvers vegna þeir þurfi eig­in­lega að láta sjó­menn niður­greiða sinn hrá­efn­is­kostnað.

Yf­ir­lýs­ing SFÚ um málið fer hér á eft­ir í heild sinni:

„Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi full­yrðir í sam­tali við mbl.is að hin óslitna virðiskeðja, sem tíðkast mjög í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi, þar sem sömu aðilar og halda á afla­heim­ild­um fá jafn­framt að selja afla til eig­in vinnslu á mun lægra verði en kaup­end­ur á ís­lensk­um fisk­mörkuðum þurfa að greiða og halda í raun á allri virðiskeðjunni úr sjó í maga sé lyk­ill­inn að því að verðmæta­sköp­un sé meiri í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi en t.d. norsk­um sjáv­ar­út­vegi.

Í máli fram­kvæmda­stjór­ans eru al­var­leg­ar staðreynda­vill­ur og ým­is­legt gefið í skyn, sem ekki stenst skoðun. Skipt­ir þar engu þó vísað sé til ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins McKins­ey og Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands. Það vek­ur at­hygli að fram­kvæmda­stjór­inn beri Ísland helst sam­an við Nor­eg. Í ný­legri skýrslu Íslands­bank­an kem­ur fram að í Nor­egi er veitt 0,45 tonn á hvert manns­barn en hér á ís­landi er magnið 3,5 tonn á hvert manns­barn. Í Fær­eyj­um er afli hins veg­ar 11,14 tonn á hvert manns­barn. Það vek­ur furðu að fram­kvæmda­stjóri SFS skuli velja sem sam­an­b­urðar­land Nor­eg, sem hef­ur ávallt staðið Íslandi langt að baki í sjáv­ar­út­vegi. Þá tek­ur fram­kvæmda­stjór­inn ekki fram að bilið milli Íslands og Nor­egs er að minnka og Ísland er í raun að drag­ast aft­ur úr öðrum fisk­veiðiþjóðum. Fram­kvæmda­stjór­inn læt­ur að því liggja að helsti mun­ur­inn á ís­lensk­um og norsk­um sjáv­ar­út­vegi sé hin óslitna virðiskeðja hér á landi þegar grund­vall­armun­ur er á öll­um sviðum ís­lensks og norsks sjáv­ar­út­vegs. Í Nor­egi eru virk­ar aðgerðir af hálfu stjórn­valda til að viðhalda byggð í norður­hluta lands­ins. Það er því bein­lín­is rangt og vill­andi að gefa í skyn að þar muni ein­ung­is því að fisk­ur fari á markað í Nor­egi en síður hér á landi. Þá ber einnig að skoða að verðmæta­sköp­un í norsk­um sjáv­ar­út­vegi hef­ur varið hraðvax­andi á und­an­förn­um árum og eru norsk­ar afurðir farn­ar að ógna markaðsstöðu ís­lenskra afurða víða á er­lend­um mörkuðum. Sjálf­stæðir fram­leiðend­ur, sem ekki fá afla af eig­in skip­um held­ur kaupa sitt hrá­efni á fisk­mörkuðum, gera lang­tíma af­hend­ing­ar­samn­inga og standa við þá al­veg jafnt og út­gerðar­vinnsl­ur. Enn frem­ur er verð afurða frá sjálf­stæðum fram­leiðend­um á er­lend­um mörkuðum hið hæsta sem ís­lensk­ir fram­leiðend­ur fá. Þannig er verðmæta­sköp­un­in meiri hjá þeim sem kaupa á markaði en þeim sem njóta óslit­inn­ar virðiskeðju. Þá er allt tal um að óslit­in virðiskeðja tryggi af­hend­ingarör­yggi til kaup­enda og þar með hæsta afurðaverð á blekk­ing­um byggt þar sem út­gerðar­vinnsl­ur hafa ávallt hagað segl­um eft­ir vindi hvað varðar sölu á er­lend­um mörkuðum og farið þar mikið eft­ir gengi gjald­miðla. Þannig hættu flæst­ir ís­lensk­ir fram­leiðend­ur, jafnt þeir sem ráku út­gerð og bjuggu yfir óslit­inni virðiskeðju og aðrir, að selja inn á Banda­ríkja­markað á síðasta ára­tug síðustu ald­ar þegar þróun á gengi banda­ríkja­dals var óhag­stæð gegn­vart gengi evr­ópskra gjald­miðla. Óslit­in virðiskeðja breytti þar engu. Ef hin óslitna virðiskeðja er slíkt fjör­egg ís­lensks sjáv­ar­út­vegs, sem fram­kvæmda­stjóri SFS gef­ur til kynna, er eðli­legt að spyrja hvers vegna hand­haf­ar hinn­ar óslitnu virðiskeðju þurfa 20 pró­sent­um lægra hrá­efn­is­verð en þeir sem kaupa sitt hrá­efni á fisk­mörkuðum? Hví þurfa hand­haf­ar óslitnu virðiskeðjunn­ar að láta sjó­menn niður­greiða sinn hrá­efn­is­kostnað? Því fer fjarri að þjóðar­hags­mun­ir séu tryggðir með hinni óslitnu virðiskeðju, sem stund­um hef­ur verið nefnd sov­ésk eða marxí­sk, sem viðgengst í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Sér­hags­mun­ir stór­út­gerðar­inn­ar eru hins veg­ar best tryggðir með hinu sov­éska kerfi, sem ávallt þjón­ar bet­ur sér­hags­mun­um en hags­mun­um heild­ar­inn­ar.“


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page