top of page

Neytendasamtökin senda erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna RSF


Á visir.is kemur fram að Neytendasamtökin hyggist senda formlegt erindi til Samkeppniseftirlitsins vegna þeirrar ákvörðunar stjórnar RSF að birta ekki á vef RSF upplýsingar um kaupendur á fiskmörkuðum. Samtökin hafa áhyggjur af því að takmarkað gegnsæi á fiskmörkuðum geti leitt til þess að auðveldara en ella sé fyrir einstaka kaupendur að keyra upp verð neytendum til tjóns. Ógegnsæi bitni á þeim sem þurfa að afla sér hráefnis á fiskmörkuðum og þar sem nánast allur fiskur, sem seldur er til neytenda hér á landi, fer í gegnum fiskmarkaði gangi þetta þvert gegn hagsmunum neytenda og kunni að vera brot á samkeppnislögum.

Umfjöllun visir.is má sjá hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page