top of page

Frjálsar strandveiðar í ágúst!


SFÚ hefur tekið undir áskorun Landssambands smábátaeigenda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að strandveiðar verði gefnar frjálsar í ágúst. Þetta er nauðsynlegt til að auka framboð á fiskmörkuðum og stuðla að rekstraröryggi þeirra fyrirtækja, sem reiða sig á fiskmarkaði til hráefnisöflunar.

Í kjölfar langvinns sjómannaverkfalls í upphafi þessa árs heimilaði ráðherra hliðurn á 30 prósentum af úthlutuðum aflaheimildum milli fiskveiðiára til að koma til móts við þarfir og hagsmuni stórútgerðar með samþætta starfsemi veiða og vinnslu. Þessi hliðrun hefur haft þau áhrif að framboð á fiskmörkuðum á síðari hluta yfirstandandi fiskveiðiárs hefur dregist alvarlega saman með alvarlegum afleiðingum fyrir sjálfstæða framleiðendur og íslenskan sjávarútveg í heild.

SFÚ skorar því á ráðherra að taka tillit til brýnna hagsmuna smærri aðila í greininni, þeirra aðila sem hafa leitt vöruþróun, sókn inn á nýja útflutningsmarkaði og verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi. Markvissast er að stórauka aflaviðmið til strandveiða og gefa þær frjálsar alla daga í ágúst.

Áskorun SFÚ til ráðherra mé lesa hér.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page