29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Skiptar skoðanir um samkeppni í sjávarútvegi

20/10/2017

 

 

Flokkarnir vilja ganga mjög mislangt í að hrinda í framkvæmd tilmælum Samkeppniseftirlitsins frá 2012 til að draga úr samkeppnishömlum í sjávarútvegi. Þetta kom fram í umræðum á fundi FA og Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) með frambjóðendum fyrir þingkosningarnar, sem haldinn var fimmtudaginn 19. október.

Í upphafi fundar fór Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, yfir stöðu sjálfstæðra fiskvinnslufyrirtækja, sem hefur farið versnandi. Meðal annars hefur hlutfall afla sem fer á fiskmarkað hríðfallið. Ólafur sagði að fiskmarkaðirnir gegndu lykilhlutverki við að skapa verðmæti úr sjávarfangi af því að þeir gerðu fiskvinnslufyrirtækjum kleift að auka sérhæfingu.

 

Tilmælum Samkeppniseftirlits ekki hrint í framkvæmd

Ólafur rifjaði ennfremur upp tilmæli Samkeppniseftirlitsins frá 2012 til atvinnuvegaráðherra, sem hugsuð voru til að draga úr samkeppnishömlum og tvöfaldri verðlagningu í sjávarútvegi. Meginatriðin eru eftirfarandi:

  1. Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða

  2. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð

  3. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð

  4. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni

Ólafur gat þess að frá því að tilmælin voru gefin út, hefðu setið fjórir sjávarútvegsráðherrar og enginn þeirra lyft litla fingri til að hrinda þeim í framkvæmd.

 

Til hvers voru girðingar settar upp?
Á fundinum var spurt hvort flokkarnir væru reiðubúnir til að beita sér fyrir því að þessum tilmælum yrði hrint í framkvæmd. Fram kom að settar hefðu verið almennar reglur um milliverðlagningu, en að í sjávarútvegsráðherratíð Sigurðar Inga Jóhannssonar hefði jafnframt verið unnið að frumvarpi sem tæki sérstaklega á milliverðlagningu í sjávarútveginum.

 

 

Teitur Björn Einarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, sagði að sjávarútvegurinn væri mjög samkeppnisfær á alþjóðave