SFÚ hafnar ásökunum Axels

Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, sendi kaupendum á fiskmörkuðum tóninn í fréttum Bylgjunnar í dag, er hann kallaði eftir rannsókn á því hvort kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum stunduðu samráð um kaup á mörkuðum til að halda verði niðri.
Þessar aðdróttanir og ásakanir Axels eru algerlega tilhæfulausar. Aðildarfyrirtæki SFÚ eru stærstu kaupendur á íslenskum fiskmörkuðum og því verður ekki undan vikist að svara Axel. Í dag sendi SFÚ frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla vegna þessa.
Yfirlýsinguna má lesa hér.