Arnar Atlason er nýr formaður SFÚ

Arnar Atlason, framkvæmdastjóri Tor fiskvinnslu í Hafnarfirði, var kjörinn formaður SFÚ á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var á Bryggjan brugghús í gær. Arnar, sem var einn í kjöri, var kjörinn til embættisins með lófataki. Hann tekur við af Jóni Steini Elíassyni, sem hefur leitt samtökin í níu ár.
Eftirtaldir voru kosnir í stjórn samtakanna á fundinum í gær:
Aðalsteinn Finsen
Albert Svavarsson
Gunnar Örn Örlygsson
Jón Steinn Elíasson
Kristján Berg
Mikael Símonarson
Þá voru eftirtaldir kjörnir í varastjórn:
Grétar Finnbogason
Hannes Sigurðsson
Steingrímur Leifsson
Þorgrímur Leifsson