top of page

Er eðlileg samkeppni í sjávarútvegi?

Þann 19. nóvember 2012 komst Samkeppniseftirlitið að því að svo væri ekki. Í það minnsta ekki að öllu leyti. Álit sem SE birti þann dag (nr. 2/2012) bendir á samkeppnishindranir og aðstöðumun milli „lóðrétt samþættra“ útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja annars vegar og fyrirtækja sem eingöngu stunda fiskvinnslu eða útgerð hins vegar.

SE benti jafnframt á fjórar leiðir til bóta:

  1. Lagasetningu um milliverðlagningu hjá samþættu fyrirtækjunum sem tryggi sjómönnum jöfn kjör og tryggi að laun þeirra séu ekki lægri hjá útgerðum sem einnig vinna afla.

  2. Breyting hafnargjalda svo að tryggja megi að útgerðir sem einnig vinna afla, greiði ekki lægri hafnargjöld.

  3. Breytingu laga um Verðlagsstofu á þann veg að útgerðarmenn sem einnig eru með vinnslu komi ekki að mótun svokallaðs verðlagsstofuverðs, svo tryggja megi að allir sjómenn þiggi sömu laun.

  4. Breyting laga á þann veg að fleiri aðilar en einungis útgerðarmenn geti leigt kvóta og þannig tryggt stöðu sína.

Síðan hafa fjórir ráðherrar hafa haft tækifæri til að fara að álitinu. Vissulega haft mislangan tíma til þess en árið 2017 voru fimm ár liðin frá útgáfu þess.

Um leið og við bjóðum Kristján Þór Júlíusson velkominn í embætti sjávarútvegsráðherra viljum við nota tækifærið til að hvetja hann til að kynna sér efni álitsins. Breytingarnar sem SE lagði til væru allar til mikilla bóta og myndu styrkja íslenskan sjávarútveg enn frekar. Eðlileg samkeppni hlýtur alltaf að vera krafa í íslenskum sjávarútvegi.


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page