top of page

Und­ar­legt að vilja ekki hæsta verðið

Íslensk­ur fisk­ur er í sí­fellt aukn­um mæli flutt­ur óunn­inn úr landi í gám­um, án þess að unn­in hafi verið úr hon­um nokk­ur verðmæti. Þegj­andi sam­komu­lag virðist ríkja inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar um þessa þróun, seg­ir Arn­ar Atla­son, formaður Sam­taka fisk­fram­leiðenda og -út­flytj­enda, sem skorað hafa á stjórn­völd að tryggja að all­ur sá afli, sem seld­ur er á milli ótengdra aðila, verði boðinn til sölu í upp­boðskerfi fisk­markaðanna.

Sam­tök­in funduðu í janú­ar­mánuði með full­trú­um Fisk­markaðs Suður­nesja, Fisk­markaðs Íslands, Fisk­markaðs Vest­fjarða, Fisk­markaðs Norður­lands og Reikni­stofu Fisk­markaða, þar sem mál­efni fisk­markaða lands­ins voru rædd og um leið mik­il­vægi þeirra fyr­ir aukna verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Seg­ir Arn­ar fund­ar­menn hafa verið sam­mála um að skora þyrfti á stjórn­völd, þar sem með breyttu fyr­ir­komu­lagi megi tryggja að hæsta mögu­lega verð fá­ist fyr­ir þenn­an hluta auðlind­ar­inn­ar, að sjálf­stæðar fisk­vinnsl­ur hafi greiðan aðgang að hrá­efni og þjóðar­hag­ur sé þar með há­markaður. Um sé að ræða all­an þann afla sem ekki kem­ur til vinnslu hjá samþætt­um út­gerðarfyr­ir­tækj­um.

Horft yfir Fisk­markað Suður­nesja. Full­trú­ar fisk­markaða funduðu með SFÚ í janú­ar um mál­efni markaðanna og mik­il­vægi þeirra fyr­ir verðmæta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi.

Or­saka­sam­hengið ein­falt

„Við byggj­um þessa áskor­un meðal ann­ars á niður­stöðum nokk­urra helstu hag- og viðskipta­fræðinga lands­ins, sem kom­ist hafa að því að stóru út­gerðarfyr­ir­tæk­in sem samþætta vinnslu og veiðar séu okk­ur Íslend­ing­um gríðarlega mik­il­væg. Þess vegna töl­um við ekki leng­ur um að við vilj­um fá all­an fisk á fisk­markað, þar sem það er í dag al­mennt talið óraun­hæft. Hins veg­ar finnst okk­ur und­ar­legt, þegar sala á afla fer fram á milli ótengdra aðila, að menn vilji ekki selja afl­ann sinn á hæsta mögu­lega verði,“ seg­ir Arn­ar.

„Þegar öllu er á botn­inn hvolft hlýt­ur mark­miðið alltaf að vera að há­marka þjóðar­hag og við telj­um það al­veg ljóst að verði farið eft­ir þess­ari áskor­un muni sjáv­ar­út­veg­ur­inn fær­ast nær því mark­miði,“ bæt­ir hann við og út­skýr­ir:

„Það er þekkt staðreynd að hæsta fisk­verðið fæst með sölu afurða á fisk­mörkuðum. Það er eng­in ástæða til að ætla neitt annað en að hærra fisk­verð end­ur­spegli hærra virði auðlind­ar­inn­ar. Og eft­ir því sem afurðaverðið er hærra, þeim mun hærra hlýt­ur virði auðlind­ar­inn­ar að vera. Þetta er ein­falt or­saka­sam­hengi sem all­ir ættu að geta gert sér grein fyr­ir.“

Bygg­ist á vinnsl­unni líka

Hann bend­ir á að sam­kvæmt gögn­um Verðlags­stofu skipta­verðs sé afurðaverð í sölu á milli tengdra aðila, eða inn­an samþættra út­gerðarfyr­ir­tækja, í nær öll­um til­vik­um tug­um pró­senta lægra en á fisk­mörkuðum á sama tíma.

„Við telj­um að arðsem­in í sjáv­ar­út­vegi bygg­ist ekki ein­göngu á veiðunum, held­ur hljóti hún að byggj­ast á vinnsl­unni líka. Það er ríkj­andi krafa frá hag­fræðing­um að fram­lag sjáv­ar­út­vegs til þjóðar­hags auk­ist, og sú get­ur ekki orðið raun­in ef við för­um í aukn­um mæli að flytja hrá­efnið óunnið úr landi. Þá mun eng­in virðis­aukn­ing eiga sér stað hér á landi. Fram­leiðni í sjáv­ar­út­vegi get­ur þess vegna aðeins orðið með auk­inni vinnslu hér­lend­is.

Þess vegna finnst okk­ur afar und­ar­legt að ekk­ert sé gert til að sporna við bein­um út­flutn­ingi á óunn­um fiski. Það er ekk­ert sem trygg­ir það að fisk­ur­inn komi fyrst til sölu inn­an­lands, áður en hann renn­ur beint úr landi.“


Helstu færslur
Nýlegar færslur
Eldri færslur
Leit eftir leitarorðum
No tags yet.
Fylgstu með okkur
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page