29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Fiskur og mjólk, tvöföld verðmyndun.

 

Í júlí 2016 komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan (MS) hefði með alvarlegum hætti brotið gegn banni 11. gr. samkeppnislaga við misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Nánar tiltekið hefði MS misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum, þ.e. hrámjólk, á óeðlilega háu verði. MS skaut málinu áfrýjunarnefndar samkeppnismála, svo til Héraðsdóms og loks til Landsréttar. Í dómi Landsréttar, sem var kveðinn upp 27. mars sl., er því hafnað að ákvæði búvörulaga hafi heimilað MS að mismuna keppinautum sínum. Samkeppniseftirlitið vann sigur og MS var dæmt til að greiða 480 milljónir króna. Í dóminum er staðfest að MS hafi beitt smáa keppinauta sína samkeppnishamlandi mismunun og tekið fram að þetta brot á 11. gr. samkeppnislaga hafi verið „alvarlegt auk þess sem það stóð lengi og var augljóslega mjög til þess fallið að raska samkeppnistöðu.“

Álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 (Álit 2/2012) hefur merkilegan samhljóm við önnur mál sem hafa verið til umræðu og snúa að tvöfaldri verðlagningu. Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda sendu SE erindi í þremur liðum þann 25. maí 2011, og fjallaði það um lóðrétta samþættingu útgerðar og fiskvinnslu.

Í fyrsta lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið kvæði á um fjárhagslegan aðskilnað í samræmi við 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 á milli útgerðar og fiskvinnslu fyrirtækja sem stunda bæði veiðar og vinnslu afla (lóðrétt samþætt útgerð). Í öðru lagi var farið fram á að Samkeppniseftirlitið rannsakaði meinta misnotkun tiltekinna lóðrétt samþættra útgerðarfyrirtækja á markaðsráðandi stöðu. sbr. 11. gr. samkeppnislaga. SFÚ taldi og telur enn að fyrirtækin hafi misnotað stöðu sína með því annars vegar að setja verðgólf á fiskmörkuðum þegar framboð sé mikið og hins vegar með því að spenna upp verð þegar framboð sé takmarkað. Í þriðja lagi taldi SFÚ og telur enn að framangreind hegðun útgerðarfyrirtækjanna geti einnig talist vera brot á 10. gr. samkeppnislaga. Benda mætti á að öll fyrirtækin séu aðilar að sömu landssamtökunum, Landssambandi íslenskra útvegsmanna og Samtökum fiskvinnslustöðva (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi í dag). Loks kom fram á fundi SFÚ með Samkeppniseftirlitinu þann 5. desember 2011 að samtökin telja að íslensk útgerðarfélög stundi skaðleg undirboð á erlendum mörkuðum.

Í niðurlagi álits Samkeppniseftirlitsins sem gefið var út 19. nóvember 2012 beinir Samkeppnis