29/3/2020

Please reload

Nýlegar færslur

Skýrsla stóru nefndarinnar frá 2010

20/2/2015

1/7
Please reload

Helstu færslur

Er stórútgerðin með þjóðinni í liði?

30/4/2020

 

Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar.

Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi veiðiheimildanna. Skaðabótakröfuna byggja útgerðirnar á því að nýverið féll dómur í Hæstarétti þess efnis að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni hafi verið óheimilt að úthluta makrílkvóta með tilteknum hætti. Nánar tiltekið var honum óheimilt að sveigja frá því að fara að veiðireynslu og að úthluta þess í stað tilteknum hluta heimildanna til smábáta án reynslu. Ráðherrann fyrir hönd ríkisins og þjóðarinnar mátti ekki ráðstafa sameiginlegri eign landsmanna að vild.

Sameign en samt einkaeign?

Því er sú staða uppi, að margra áliti, að Hæstiréttur hafi í raun staðfest eignarhald útgerðanna á veiðiheimildunum þvert á lög um stjórn fiskveiða. Í fyrstu grein þeirra segir:

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“

Hver og einn verður að hafa sína skoðun en sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að þetta hljóti að stangast á. Þessi staða hljóti einnig að ýta undir endurskoðun stjórnarskrár með einhverjum hætti, núverandi stjórnarskrá hljóti að teljast veik eða gölluð að þessu leyti.

Sú staðreynd að handhafar veiðiheimilda